Skrúðvangur

1.200 kr.

Peysan er prjónuð í hring, að ofan og niður.

EFNI OG ÁHÖLD
Vatnsnes Yarn – True merino – 100% merino (400m/100gr) Eða Garnbúð Eddu – Fínerí – 85% merino / 15% nylon (400m / 100 gr) Eða Biches & Buches – Le petit lambswool- (249m / 50gr)
Garn og litir í sýnishorni: True merino frá Vatnsnes Yarn
Litur A: Easy
Litur B: Leynigestur
Litur C: Tilgangurinn

40 og 80 cm hringprjónar í stærðum 3 mm og 3.5 mm eða prjónar sem þarf til að ná prjónfestu
1 prjónamerki

PRJÓNFESTA
Með 3.5 mm prjónum, 26 lykkjur slétt = 10 cm
Athugið! Prjónastærð er valin út frá prjónfestu. Prjónfestan í þessu verkefni er: 26 lykkjur yfir 10 cm. Ef fast er prjónað er mælt með prjóni nr.4 ef laust er prjónað er mælt með prjóni nr.3

STÆRÐIR
Stærð
1 (2, 3, 4, 5, 6, 7)
Brjóst ummál peysu í cm
87 (96, 106, 115, 124, 136, )145

GARNMAGN (Miðað við “eðlilega sídd” … ekki svona extra stutta eins og sýnishornið)
Sýnishornið er í stærð 4 og ég notaði tæplega 200 gr í aðallitinn.

Þyngd litur A: 188 (207, 229, 248, 268, 294, 313)
Þyngd litur B: 40 (44, 49, 53, 57, 63, 67)
Þyngd litur C: 13 (14, 16, 17, 19, 21, 22)

Metrar litur A: 752 (830, 916, 994, 1072, 1176, 1253)
Metrar litur B: 161 (177, 196, 213, 229, 252, 268)
Metrar litur C: 53 (59, 65, 71, 76, 84, 89)

Vörunúmer: UELPE01 Flokkar: ,