Fréttir

Muniði eftir þessari frétt??

Einu sinni ætlaði ég að halda uppi massa fréttaveitu… og skrifaði þetta:
,,Edda ætlar að fara að senda út regluleg fréttabréf!!!
Sem er svo sannarlega saga til næsta bæjar…
…við skulum sjá hversu oft þessi reglulegu fréttabréf munu birtast þér“

Ekki nema … að ég held mun meira en ár síðan… og hvað gerðist, akkúrat ekki neitt, hahahaha.
EN reynum aftur.

Ímyndum okkur að ég hafi sett inn reglulegar fréttir eins og einu sinni í mánuði og nú séum við að tala um hvað er nýtt síðan síðast.
Við fengum t.d. áfyllingu á Merino dk frá Vatnsnes Yarn sem er fullkomið í svo margt eins og t.d. peysur, ungbarnagalla, húfur, vettlinga, sjöl… á bara allt.
Við fengum líka fullt fullt af litum frá Today I feel Yarn… veggurinn þeirra hefur aldrei verið flottari.
Svo fengum við líka vörur frá Silfu, allt prjónaskartið hennar sem er svo gullfallegt að maður gleymir því hversu nytsamlegt það er líka.
OG síðast en ekki sýst fengum við nýtt garn á dekurvegginn okkar… já er það ekki fínt orð á vegg sem hefur svona extra huggulega hluti. Garnið er frá bresku fyrirtæki sem heitir Riverknits. Garnið kallas Chimera og er nnið úr Blufaced Leicester ull, handlitað og svona marglitt… (kallast marled á enskunni)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *