Í fréttum er þetta helst …. Edda ætlar að fara að senda út regluleg fréttabréf!!!

Það er sko sannarlega saga til næsta bæjar… við skulum sjá hversu oft þessi reglulegu fréttabréf munu birtast þér. Ekki það að ég hafi ekki trú á því að ég geti skipulagt mig þannig fram í tímann að fréttabréfin birtist reglulega… nei nei alls ekki, hef alltaf átt mjög auðvelt með að halda skipulagi.

EN það sem er að fara af stað aftur eftir ansi gott sumarfrí er áskriftarklúbburinn sívinsæli. Þar se skipulag þriggja pakka er tilbúið koma þeir allir í sölu í lok vikunnar sem er að líða. Þú getur valið hvort þú kaupir einn, tvo eða þrjá í einu og munu þeir berast í nóvember, desember og janúar. VEI