Áskriftarklúbburinn sameinast Tilraunaeldhúsinu

Nóvember pakkinn kemur í sölu í byrjun október ...
Áskriftarklúbburinn er að fara af stað aftur og að þessu sinni með örlítið breyttu sniði en síðast. Hver pakki verður með ákveðið þema... eins og t.d. ljósmynd, tilfinning, fígúra, teikning... getur verið hvað sem er en gefur alltaf einhverja vísbendingu um innihald pakkans.
Hver pakki mun koma í sölu mánuði fyrir afhendingu og ekki þarf að skuldbinda sig nema einn mánuð í einu.
Til þess að hafa enn meira svigrúm með innihald pakkanna verða þeir ekkert endilega á sama verði hvern mánuð fyrir sig. (þið vitið hvað ég er hvatvís og þegar ég fæ hugmynd vil ég framkvæma hana strax... ekki fræðilegur að bíða svona í kannski 3 mánuði eftir framkvæmd)

NÝJAR VÖRUR Á VEFVERSLUN

Erum hægt og rólega að bæta í vefverslunina ... hér verða þær nýustu hverju sinni.

Fréttir

Nýjustu fréttir af því sem er að gerast í Garnbúð Eddu