Prjónalöggusokkar
800 kr.
Rafræn uppskrift af prjónalöggusokkunum
Uppskriftin er samin samkvæmt læknisráði fyrir prjónalögguna og er þáttur í sálrænni meðferð hennar. Það fer ekkert sérlega vel með hana að reiðast yfir öllu mögulegu sem hefur verið soldið þemað í hennar lífi til þessa. Garnið er fyrsti þáttur í meðferðarúrræði löggunnar með von um örlítið lækkaðan blóðþrýsting.
Vandamálið sem unnið er á í þetta skiptið er orðið SPEKKLUR… sem er stundum notað í dag yfir litaslettur í handlituðu garni. HÚN HATAR ÞAÐ! Annað eins orðskrípi hefur hún ekki heyrt!
Uppskriftin er æfingatæki í að sættast við spekklurnar. Í fyrstu fer hún alveg á hliðina við hverja spekklu og prjónar þær brugðnar… Mögulega læðist ein og ein spekkla framhjá henni þegar eitthvað afar spennandi er í sjónvarpinu á meðan á prjóninu stendur… OG vitimenn hún nær svo þeim árangri eftir hæl að sleppa alveg brugðnu lykkjunum undir ilinni… því ég meina.. Hver vill ganga á brugðnum lykkjum!
EFNI OG ÁHÖLD
Hex Hex Dyeworks Merino/nylon- 421m/100gr
Og ein minihespa Merino/nylon- 84m/20gr
Hér getur þú keypt uppgefið garn
2,5 mm prjónar (ef þú prjónar mjög laust má alveg fara niður í 2,25 mm og eins ef þú prjónar mjög fast má fara í 2,75mm )
prjónfesta
32 lykkjur slétt = 10 cm.
STÆRÐIR
Stærðirnar eru byggðar á ummáli utan um fótinn þar sem hann er breiðastur (c.a. Þar sem fóturinn beygist þegar þú stendur á tám)
Lítill : 20-21 cm
Milli: 22-24 cm
Stór: 25-26 cm
Svo eru gefnar upp lengdir frá hæl að tá miðað við skóstærðir 36-44