Fríða

1.300 kr.

Fríða er prjónuð í hring að ofan og niður með tvílitu munstri alla leið í fimm litum. Ég er mjög spennt að sjá hvernig þú ákveður að leika þér með litina á þinn eigin hátt. Ég sé fyrir mér alveg frá tveim litum og uppí átta liti ef þú vilt til dæmis dýfa þér í garn birgðirnar sem hafa dúsað inní skáp allt of lengi. Ég vona að þú skemmtir þér konunglega við prjónið og ef þú deilir myndum af því máttu endilega “tagga” mig @eddalilja eða @garnbud_eddu á instagram eða nota millumerkið #Fríðasweater svo ég missi ekki af því. 

Stærðir: 1 (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8

Brjóst ummál (peysunnar): 84,5 (93, 106,5, 117,5, 125,5, 134, 139, 144,5)cm  – Hreyfivídd er 5-10 cm. (Veldu stærð sem er 5-10 cm stærra en þitt brjóst ummál)

Garnmöguleikar: (sjá metra í töflu hér fyrir neðan)

 

Búnt/appelsínugult/grænt sýnishorn (neðri myndin hægra megin)

Garnbúð Eddu, Fínerí DK ( léttband; 85% Merino ull/15% Nylon ; 225m / 245yds hv34er 100g hespa)

Litur A: Fanney 2 (2, 2, 2, 2, 2, 2, 3) hespur

Litur B: Ingunn; 2 (2, 2, 2, 3, 3, 3, 3) hespur

Litur C: Óvænt ánægja; 1 hespa

Litur D: Móa; 1 (1, 1, 1, 2, 2, 2, 2) hespa

Litur E: Fríða; 1 hespa

 

Grænt/brúnt sýnishorn (efri myndin vinstra megin):

Garnbúð Eddu, Fínerí ( fínband; 85% Merino ull/15% Nylon ; 225m / 245yds hver 100g hespa)

Litur A: Slæðingur 1 (1, 1, 1, 1, 2, 2, 2) hespur

Litur B: Fura; 1 (1, 1, 2, 2, 2, 2, 2) hespur

Litur C: Kermit; 1 hespa

Litur D: Ingunn; 1  hespa

Litur E: Leðurskór; 1 hespa

 

Grænt/fjólublátt/bleikt sýnishorn (efri myndin vinstra megin):

The Grey Sheep Co. British Stein Fine Wool (fínband; 100% ull; 165m hver 50g hespa)

Litur A: Frappacino; 2 (2, 2, 3, 3, 3, 3, 3) hespur

Litur B: Out of Africa; 2 (2, 3, 3, 3, 3, 3, 3) hespur

Litur C:Jumping Frog; 1 (1, 1, 1, 1, 1, 1, 2) hespa/ur

Litur D: A Storms Brewing; 1(2, 2, 2, 2, 2, 2, 2) hespa/ur

Litur E:The Mischief Maker; 1(1, 1, 2, 2, 2, 2, 2) hespa/ur

METRA TAFLA

Litur A 261 288 329 363 388 414 430 447
Litur B 299 329 376 415 444 474 491 511
Litur C 99 109 125 138 148 158 164 170
Litur D 154 170 194 214 229 245 254 264
Litur E 124 137 157 173 185 197 205 213
Vörunúmer: ELG244 Flokkar: ,