Morgentau

1.300 kr.

Morgentau þýðir Morgundögg á þýsku.

Peysan er hönnuð í samstarfi við þýskan litara svo mér fannst tilvalið að nafnið yrði á þýsku.

Ég geng alla morgna með hundana mína og elska  svo mikið að sjá morgundöggina – Eitthvað sem lætur hugann springa af gleði og innblæstri…

Garnið sem ég notaði fann ég í sumarfríi mínu í Þýskalandi. Það er oggulítið  loðið og mjög létt sem  gerir það unaðslegt að klæðast. Ef litið er á metra á móti grömmum flokkast það sem garn sem hentar prjónastærð 3-4 en þar sem mikil fylling er í því notaði ég 5mm prjóna og það með góðu móti.

Af garni sem er til hjá mér mæli ég með Fínerí DK eða Fínerí og Fiða haldið saman í aðallit og Fínerí DK sem mynsturlit.

 

EFNI OG ÁHÖLD 

PRU YARNS Le fluff (100gr/300m) 

Græna peysan

Litur A: Witchcraft Pinto

Litur B: Palomino Blonde

Ljósa peysan

Litur A: Palomino Blonde

Litur B: Watermelon Sugar Pop

4,5 mm og 5 mm hringprjónar, 80 cm (eða þá stærð sem þú þarft til að ná prjónfestu)

5 mm hringprjónar, 40 cm 

4,5 mm sokkaprjónar fyrir stroff á ermum (í þeim stærðum sem 40 cm hringrprjónn virkar ekki.

1 prjónamerki fyrir byrjun umferðar

 

Stærðir og garnmagn

1 2 3 4 5 6 7 8
Brjóst ummál peysu (cm) 85 92.5 102.5 110.5 118.5 128.5 138.5 149
Litur A grömm 222 242 268 289 310 336 362 389
Litur B grömm 17 19 21 23 25 27 29 31
Litur A metrar 667 725 804 867 930 1008 1087 1169
Litur B metrar 54 59 65 70 75 81 88 94

 

Prjónfesta

16 l slétt = 10 cm

Ath. að ef prjónfesta næst ekki með uppgefinni prjónastærð þarf að skipta þeim út fyrir prjónastærð sem gefur rétta prjónfestu.

Vörunúmer: ELG252 Flokkar: ,