Fríðusokkar

1.000 kr.

Rafræn uppskrift af Fríðusokkum

Sokkurinn er prjónaður í hring frá stroffi og niður. Auka band er prjónað yfir helming lykkjanna til að staðsetja hælinn sem er prjónaður eftir á .

EFNI OG ÁHÖLD
5 hespur Fínerí míní – 20gr / 80 m – 85% merino/15%nylon

Fínerí Mínísett
Eða afgangar í fínbands grófleika (100 gr/400m)

2,5 mm prjónar (ef þú prjónar mjög laust má alveg fara niður í 2mm eða 2,25 og eins ef þú prjónar mjög fast má fara í 2,75mm )

prjónfesta
32 lykkjur slétt = 10 cm.

STÆRÐIR
Stærðirnar eru byggðar á ummáli utan um fótinn þar sem hann er breiðastur (c.a. Þar sem fóturinn beygist þegar þú stendur á tám). Lengdin fer svo eftir skóstærð (sjá töflu á bls.2)
Í allra stærstu stærðum þarf mögulega að bæta við einni minihespu í einhverjum litnum… eða nýta þá liti sem meira er eftir í tá og hæl.

Lítill : 20-21 cm
Milli: 22-24 cm
Stór: 25-26 cm

Vörunúmer: ELG2445 Flokkar: , ,