Eldhúsverkin

800 kr.

Sjalið er prjónað á hlið (ekki að ofan og niður eða öfugt). Áður en kantur er prjónaður eru teknar upp lykkjur á hinni hliðinni og prjónað áfram þannig.

Nafnið á sjalinu sprettur upp úr verkefninu Tilraunaeldhúsið. Aðal liturinn er hluti af því verkefni sem er í gangi í Garnbúð Eddu. Stutta lýsingin: Litari fær ljósmynd í hendurnar og túlkar í garn…. Vinna í Tilraunaeldhúsinu=Eldhúsverkin 😀

Í sjalið þarf eina hespu af merino garni sem er c.a. 400m á 100 gr.  og ein af mohair. Lítil 25 gr /210m dugar af mohairinu 😀

Garnið í sjalinu á myndinni er frá Today I feel og liturinn heitir : Tilraunaeldhúsið #4

Mohair garnið í kantinum er frá Systrabönd og liturinn heitir: Appelsín

Vörunúmer: EL016 Flokkar: ,