Öfugsnúin

800 kr.

Rafræn uppskrift af Öfugsnúin

Þessi uppskrift var sérstaklega gerð fyrir desember Áskriftarklúbbinn í Garnbúð Eddu.

Hægt er að nota hvaða sokkagarn í fingering grófleika sem er. Klúbbmeðlimir fengu sérlitað garn í sokkana frá Vatnsnes Yarn.

Stærð er valin eftir ummáli og ilin prjónuð eftir uppgefnu lengdarskema.

Prjónað er aukaband fyrir hæl og hann prjónaður eftirá.

…ég elska hvernig brugðin lykkja lítur út… finnst brugðna hliðin á prjónaflík oft svo falleg… en ég hata að prjóna brugðnar lykkjur, þessir sokkar eru tileinkaðir því þar sem þeir eru prjónaðir að mestu á röngunni til að forðast brugðnu lykkjurnar ógurlegu…

Vörunúmer: EL013 Flokkar: ,