Back to products
Garnpakki Mistery Musikal
Garnpakki Mistery Musikal Price range: 15.960 kr. through 17.160 kr.

Valmúi

1.300 kr.

 

Valmúi er prjónuð í hring ofan frá og niður, með tvíbanda mynstri í berustykki sem inniheldur pínulítið gatamynstur, einhverja snúninga og poppkorn sem einnig má finna í bol og ermum. 

Stærðir: 

1 (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8)

Brjóst ummál peysu: 93(105, 117, 129, 141, 150, 159, 168)cm – Mælt með hreyfivídd 15-20 cm (veldu stærð sem er 15-20 cm meiri en þitt ummál)

 

Garn: 

Vatnsnes Yarn Merino DK (Léttband; 100% Merino ull; 225m /  100g)

Eða 

Garnbúð Eddu Fínerí DK (Léttband; 85% Merino (SW) / 15% Nylon; 225m/100gr)

 

Litir í sýnishorni (frá Vatnsnes Yarn):

Litur A: Walnut; 5 (5, 6, 7, 7, 8, 8, 9) Hespur

Litur B: Good Omen; 1 Hespa

Litur C: Heartfelt; 1 Hespa

 

Magn í metrum:

Litur A: 1008 (1139, 1269, 1398, 1528, 1626, 1724, 1821)m 

Litur B: 57 (64, 72, 79, 86, 92, 97, 103)m

Litur C: 77 (87, 97, 107, 117, 114, 121, 128)m

 

Prjónfesta 

22 lykkjur og 28 umferðir = 10cm í mynstri A

eða B á stærri prjónana fyrir þvott.

20 lykkjur og 27 umferðir = 10cmí mynstri C eða D á stærri prjónana fyrir þvott.

 

Áhöld: 

3.5mm og 4mm  hringprjónn, 40cm og 80 cm

Prjónamerki til að merkja byrjun umferðar. 

Auka band eða lykkju snúrur til að geyma ermalykkjur. 

Vörunúmer: ELG251 Flokkar: ,