Skammdegis dagatal
23.900 kr.
Svartasta skammdegið er mörgum mjög erfiður tími og þekki ég það af eigin raun.
Ég elska jóladagatöl því það er svo gaman að opna pakka og eftir að garndagatöl komu á markaðinn stenst ég þau yfirleitt ekki og hef alltaf endað með eitt slíkt þó svo ég hafi alls ekki ætlað þetta árið…. er einmitt með eitt slíkt á kantinum þessi jólin eftir að hafa verið ákveðnari en nokkurn tíma áður að freystast ekki… …. sé samt bara alls ekki eftir því núna þegar opnunardagur nálgast óðfluga.
…EN svo kemur janúar með öllu sínu myrkri, oft kulda og almennilegum látum í veðrinu og þú vilt bara helst leggjast í dvala og vakna aftur þegar fer að hlýna og birta til. Við ætlum samt ekki að byrja að opna dagatalið í janúar, heldur leyfa okkur að hlakka til… því það er svo gott og gaman að hlakka til einhvers.
Febrúar er svona mitt á milli, hvorki né… og getur bara verið helvíti erfiður. Búið að þrauka heilan janúar mánuð og birtan og ilurinn nálgast ekkert… þess vegna ætlum við að byrja leikinn í febrúar.
Pakkarnir verða merktir þeim dögum sem má opna… mér finnst of mikið að opna daglega og allt of langt á milli ef það er vikulega svo ég ætla að fara þá leið að hafa pakka tvisvar í viku. Þá færðu tíma til að njóta hvers pakka og hlakka til næsta.
Þegar ég velti því fyrir mér hvaða myndir ég gæti notað sem innblástur og lita vísbendingu hugsaði ég hvað það væri sem veitir mér mesta gleði í skammdeginu eða öðrum erfiðleikum og komst að því að það eru skissubækurnar og tússpennar.
Ég valdi því tvær af uppáhalds teikningunum mínum til þess að gefa hugmynd um hvers má vænta í litavali og svo þú getir valið það sem höfðar meira til þín.
Það sem má búast við eru þrjár 100gr hespur í fínbands grófleika sem eru hugsaðar sem aðallitur í peysu og sex 20gr mini hespur sem verða í glaðlegum litum sem brjótast fallega út úr grunnlitnum… svona smá ljós í myrkrinu.
Einnig verður verkefnapoki undir garnið með áprentaðri teikningu.
Ég mun lauma litlum óvæntum glaðningum í pakkana líka sem gætu smakkast ágætlega eða nýst við prjónið.
Ég mun stofna facebook hóp fyrir okkur þar sem ég set inn hugmyndir af uppskriftum sem henta garninu og við getum deilt myndum af gleðinni og séð hvað aðrir eru að prjóna úr litunum því það er svo gaman að sjá hvað verður úr garninu og hvað það getur glatt á mismunandi vegu.
Dagatölin verða send út um miðjan janúar og einnig verður boðið uppá að sækja á vinnustofuna þegar að því kemur.
Nánar
Þyngd | Á ekki við |
---|