Fréttir

Í fréttum er þetta helst

Í fréttum er þetta helst ….
Edda ætlar að fara að senda út regluleg fréttabréf!!!
Sem er svo sannarlega saga til næsta bæjar…
…við skulum sjá hversu oft þessi reglulegu fréttabréf munu birtast þér.
Ekki það að ég hafi ekki trú á því að ég geti skipulagt mig þannig fram í tímann að fréttabréfin birtist reglulega… nei nei alls ekki, hef alltaf átt mjög auðvelt með að halda skipulagi… (kannski bara ekki að búa það til)
EN það sem er að fara af stað aftur, eftir ansi gott sumarfrí, er áskriftarklúbburinn sívinsæli.
Þar sem skipulag þriggja pakka er tilbúið hjá mér munu þeir koma allir í sölu í lok vikunnar sem er að líða. Við skulum segja á föstudaginn klukkan 16:00…
Gaman að segja frá því að myndin sem birtist með þessari frétt gefur smá vísir að því þema sem fylgir hverjum pakka…Nóvember verður eitthvað sem mun hlýja þér á höfðinu inní veturinn.. desember er þema prjónalöggunnar og svo í janúar ætlum við að vinna með litaflæði (eða fade) sem unnið verður út frá ljósmyndum…. og allir pakkarnir bjóða þér val milli litapalletta 😀
Þú getur valið hvort þú kaupir einn, tvo eða þrjá í einu og munu þeir berast í nóvember, desember og janúar. Vei vei vei!
Ef þú mannst ekkert hvernig áskriftarklúbburinn virkar eða hvað í ósköpunum það er þá getur þú lesið um það hér: https://garnbudeddu.is/nytt-askriftarklubbur/ (eða svona sirka.. þetta er fyrsta fréttin um klúbbinn sem hefur nú alveg þróast örlítið frá því þá.)

ANNAÐ… á planinu er líka fyrsta föstudags prjónakaffið sem verður næstkomandi föstudag!
OG… svo munum við skella í uppfitjipartý fyrir leyniprjón Stephen West þann 6.október þegar fysrta vísbending ætti að vera komin.

Læt þetta gott heita í bili… s.s. alveg fullt á dagskrá og meira á leiðinni…
Svo er það spurningin hversu reglulega er reglulega…. það þarf sennilega bara að koma í ljós!

SJÁUMST OG HEYRUMST
Edda Lilja

3 thoughts on “Í fréttum er þetta helst

  1. Ragna Pétursdóttir skrifar:

    Langar að fá fréttir

  2. Vilborg Ölversdóttir skrifar:

    Spennandi

  3. Líf skrifar:

    jess! hlakka til að prófa loksins áskriftarklúbbinn eftir að hafa bara hugsað um það áður

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *