Línuhúfa

800 kr.

Húfan er prjónuð í hring frá botni og upp. Fyrst er prjónað einlitt sem er  brotið inn í húfuna til að hafa tvöfalt yfir eyrun. Svo er prjónað aðeins styttra eftir mynstri til að einliti parturinn  verða eins og smá kantur neðst á húfunni. Uppfitjuðu lykkjurnar eru teknar upp og prjónaðar saman við vinnslu lykkjurnar um leið og prjónað er áfram í mynstri. 

EFNI OG ÁHÖLD 

Garn: 

3x Fínerí DK 50 gr (112m)

Litir í sýnishorni

Litur A: Móri

Litur B:  Yndisauki #Jörð

Litur C:  Ananas hlunkur

áhöld:

 3 mm hringprjónar, 40 cm

4 mm  hringprjónar, 40 cm og sokkaprjónar til að klára toppinn  (ef þú prjónar  laust má alveg fara niður í 3,5 mm eða eins ef þú prjónar mjög fast má fara í 4,5 mm )

Prjónamerki fyrir byrjun umferðar.

 

prjónfesta

22 lykkjur í mynstri  = 10 cm

 

STÆRÐIR

LÍTIL (STÆRRI, STÓR)  

Stærðirnar mætti túlka þannig: Krakka (dömu, herra). 

Ummál (sem teygist svo á): 47,5 cm (51 cm, 54,5 cm). (Mín húfa er í miðju stærðinni og höfuðmál mitt er 57cm og hún vel þétt við eyru)

Vörunúmer: UELG99 Flokkar: ,