Áramótahespan 2024-2025
3.890 kr. – 6.900 kr.
Áramótahespan tókst svo vel í fyrra (sjá mynd hér til hliðar) að ég ákvað að endurtaka leikinn.
Hespan er 100 gr / 400m og inniheldur 85% Merino go 15% nylon.
Hún verður lituð á sama hátt og í fyrra nema nú getur þú valið litaþema fyrir þína/r áramóta hespu/r.
Þú getur valið þann fjölda sem þú vilt, einfaldlega með því að velja lit og svo seturu inn þann fjölda sem þú vilt áður en þú hendir því í körfuna.
Þú getur líka bætt við handteiknuðum verkefnapoka sem verður teiknaður í stíl við þína áramótahsepu.
Innblásturs myndirnar eru allar unnar út frá mynd af einhverju sem er mér kært og tekið á árinu 2024. Ég vinn þær þannig að ég fjölfalda eina ljósmynd út í hið óendanlega til að mynda fallegt lita mynstur… ef þú rýnir í þær og stækkar upp á skjánum má sjá glitta í hana Týru mína á einni myndinni, foreldra mína að hlaupa fyrir alzheimer samtökin á annarri og þar fram eftir götunum.
Hespurnar verða tilbúnar /sendar út þannig að pakkinn berist þér milli jóla og nýárs. Þú getur valið að fá sent eða að sækja á vinnustofu og færð þá sendar upplýsingar þegar nær dregur.
Nánar
Þyngd | Á ekki við |
---|---|
Valmöguleikar |
Fjólublár ,Brúnn ,Bleikur ,Blár ,Edda ,Handteiknaður Verkefnapoki |