Sól í sinni


Sól í sinni - Hekluð peysa

Crochet cardigan

Námskeiðið er sniðugt fyrir bæði byrjendur (sem hafa þó heklað eitthvað áður) og lengra komna.

Námskeiðið er fjögur kvöld

Fyrsta kvöldið er stutt og kennt að hekla stroffið, þar er tekið fyrir hvernig á að snúa við og hekla umferðir fram og til baka án þess að breyta lögun stykkisins.  Stroffið er svo klárað heima.

Annað kvöldið er kennt að hekla bolinn upp úr stroffinu. Farið er yfir hvernig lesið er úr hekltáknum og hvað þarf að hafa í huga við lestur á hekl uppskriftum. Bolurinn er svo heklaður heima ásamt ermum.

Þriðja kvöldið er kennt að tengja saman bol og ermar og úrtaka á berustykki sem er svo klárað heima.

Fjórða kvöldið er kennt að gera kantinn í hálsmáli og framan á peysunni.

 

 Kvöld 1: Þriðjudagur 3.mars KL: 18:30 - 20:30

Kvöld 2: Þriðjudagur 10.mars KL: 18:30 - 21:30

Kvöld 3: 2-3 vikum seinna, fer eftir hraða heklara. 2-3 klst.

Kvöld 4: Samkomulag. 2-3 klst.

Verð 24.000.-

Hægt er að bóka námskeið hér.