Á morgun 3.febrúar verður Garnbúð Eddu tveggja ára og af því tilefni ætlum við að setja í samprjón 😀
Sjalið sem verður prjónað heitir Fyrir mömmu og er hannað af kærri vinkonu minni Arndísi Ósk sem er snillingur í sjalahönnun.
Uppskriftin fer í sölu á morgun í afmælisveislu búðarinnar sem er opin öllum og stendur frá kl 5-7
Tveir nýjir litir frá Vatnsnes Yarn sem hægt er að para með endalaust mörgum af gömlu góðu litunum hennar munu líta dagsins ljós. (sérlitaðir í þetta sjal)
Þeir sem kaupa í sjalið á morgun í veislunni fá uppskriftina fría með.
Samprjónið byrjar á morgun og verður stofnuð grúppa hér á Facebook fyrir þátttakendur.
Þeir sem eru búnir að setja inn mynd fyrir afmæli Arndísar sem er 2.mars komast í verðlaunapott.
Til þess að taka þátt þarf að kaupa í sjalið hjá okkur 😀
Nokkrir pakkar verða einnig settir inn á vefverslun klukkan 17:00 fyrir þá sem ekki komast.
Hlakka til að sjá ykkur
Afmæli og samprjón
02
feb