Fréttir

LEYNIPRJÓN …Hvað ef?

– Hvað ef? – Leyniprjónið byrjar í dag 😀 😀 …. og í kvöld ætlum við Arndís að halda rafrænt uppfitjipartý á youtube… Mig langar að segja að það byrji klukkan 21:00 … en látum tæknikunnáttuna ráða för þar…. Við munum spjalla um verkefnið, samvinnuna, hvað er á döfinni (ef eitthvað)… og bara vera skemmtilegar 😀

Fyrir þá sem ekki vita þá er lýsing á leyniprjóninu hérna með:

„Hvað ef er sameiginlegt verkefni okkar Eddu í Garnbúð Eddu. Ég fékk hugmyndina af sjalinu þegar ég var á tónleikum með GDRN og því heitir sjalið “Hvað ef” sem er einmitt eitt af uppáhalds lögum mínum með henni. Hægt er að velja um tvær gerðir annarsvegar sjal og hinsvegar trefil. “ ….. Arndís Ósk Arnalds…

Framkvæmd:

Gefnar verða út fjórar vísbendingar með c.a. viku millibili.

Það eina sem þú þarft að gera er að kaupa aðgang að uppskriftinni á Ravelry (smellið á linkinn)… svo getur þú bara byrjað… því fyrsta vísbending er komin í loftið. 

Ég á ennþá til eitthvað garn ef þig vantar svoleiðis… eitthvað hérna á síðunni…

Fyrsta vísbending og uppfitjipartý (stafrænt eða lífrænt): 7. apríl
Önnur vísbending: 11. apríl
Þriðja vísbending: 18. apríl
Fjórða vísbending: 25. apríl

Hlökkum svo bara til að „sjá ykkur“ í kvöld!!! 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *