Sól í sinni
Jæja, eftir mjög svo langa fæðingu tókst mér að gefa út uppskriftina af hekluðu peysunni Sól í sinni. OG búin að setja upp námskeið fyrir þá sem langar að læra að hekla peysu eftir uppskrift.
Garnið í peysunni er Perfect sock frá Vatnsnes Yarn en vel hægt að nota hvaða fingering garn sem er 😀 …. ÉG hlakka mikið til að hekla mér aðra og langar mikið í eina dökka… veit ekki af hverju.
Uppskriftin er einungis til á ensku eins og er en verður til á íslensku von bráðar.
Smellið hér er til að nálgast uppskriftina
OG hér er hægt að kaupa pláss á námskeiðið