Jólaliturinn 2024
3.890 kr. – 5.890 kr.
Jólaliturinn 2024
Litirnir verða tveir í ár … af því ég gat ekki valið milli mynda 🤣
Þú velur hvorn litinn þú vilt og hvort þú viljir 2 mini hespur með🧶
OG… nú er búið að bæta við möguleikanum á Léttbands (DK) grófleika sem er sama blanda af Merino og Nylon en 224 m á 100gr og tilvalið að velja 50gr hespur af Fínerí DK með í tá, hæl og stroff. Úrvalið af því finnur þú hér.
Garnið er Fínerí sem er blanda af 85% Merino og 15% Nylon sem er fullkomið í sokka, vettlinga, sjöl og peysur, dúnmjúkt og bara æðislegt í alla staði . Kemur í 100gr hespu með 400m svo ein hespa dugar í vel stórt sokka par og ef þú bætir mini hespum við ættir þú að ná að prjóna tvö pör.
Minihespurnar eru 20 gr með 80 m.
Garnið verður sent af stað 4.nóvember … eða þú getur valið að sækja það á viðburðinn Prjónapartý þann 3.nóvember í Seljakirkju milli kl 13-18
Nánar
Þyngd | Á ekki við |
---|