Fréttir

Vefverslun komin í loftið og ÁSKORUN!

Eftir smá brask og brall tókst mér að koma vefversluninni í gang JEYJJJ.

Hægt er að versla nokkrar tegundir af garni og aukahlutum. 

Ég mun svo að sjálfsögðu bæta inn fleiri vörum í rólegheitunum svo hægt verði að versla sem flest sem fæst í búðinni.

Hlakka til mikið til að dæla inn öllum þeim dásemdum sem Garnbúð Eddu hefur uppá að bjóða og aldrei að vita hvað birtist dag frá degi.

Að áskoruninni… Lilja nafna mín skoraði á mig að teikna á einn poka á dag!!! Ég sem sagt sel verkefnapoka með teikningum á af allskonar prjónurum og heklurum og hinu og þessu. Dagur eitt er í dag og ég er búin að teikna fyrsta pokann…. og var að ákveða rétt í þessu að þeir muni bætast hérna inn á vefverslunina jafnóðum… eða svona næstum allavega 😀 

Endilega skoðið fyrsta pokann hér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *