Sokkanámskeið /Tveir á sama prjóni frá tá og upp
15.000 kr.
Námskeiðið fer fram í Garnbúð Eddu sunnudagana 12. febrúar og 26. febrúar kl.12-15
Sokkanámskeið /Tveir á sama prjóni frá tá og upp
Á námskeiðinu lærir þú:
Magic loop aðferðina: magic loop gengur út á það að nota einn langan hringprjón til þess að prjóna fáar lykkjur í hring og einnig til að prjóna tvo hluti á sama prjóni á sama tíma, í staðinn fyrir að nota fimm sokkaprjóna til þess . Það getur verið mikill sparnaður í prjóna innkaupum að kunna magic loop aðferðina, þar sem margar uppskriftir kalla eftir að notaðir séu 40, 60 og 80 cm hringprjónar til þess að prjóna flíkina.
Að fitja upp á sokka frá tá.
Að lykkja saman
Gera sniðmát fyrir sokka svo þeir passi vel
Eftir á hæl
Hvaða garn hentar best í sokka
Hvernig prjónfesta hentar best í sokka
Hvaða affellingar henta best
Að loknu námskeiði ættir þú að vera með góða sokka á þig.
Það sem þú þarft að að kunna:
Slétta og brugðna lykkju
Útaukningu og úrtöku
Námskeiðið fer fram í Garnbúð Eddu sunnudagana 12. febrúar og 26. febrúar kl.12-15
Kennari: Lilja Dröfn
Innifalið í námskeiðinu er kennsla, garn og prjónn.
Hámark 6 nemendur á hverju námskeiði.
Skráning staðfestist með greiðslu.
Uppselt