NÝTT – Áskriftarklúbbur
Góðan og blessaðan daginn
Af því að ég er í félagi fljótfæra kvenna og flokkast eflaust frekar ofarlega þar ákvað ég …. eftir smá pot frá yndislegum konum…. að setja af stað áskriftarklúbb. Sem er samt ekki endilega eins og áskriftarklúbbir væri venjulega þar sem það er hægt að kaupa sér bara einn mánuð í einu eða þrjá.
Í hverjum pakka (sem hægt er að versla hér) verður alltaf garn…. eitthvað góðgæti… eitthvað nytsamlegt… aldrei neitt rusl 😀 (lesist: eitthvað sem engin not eru fyrir)
Pakkarnir verða í sölu frá fimmta hvers mánaðar til þess tuttugasta og sendir út þann fjórða næsta mánaðar.
Þú veist ekkert hvað þú ert að fá … allt óvænt… fyrir þær sem elska að fá pakka eins og ég… stundum er mér sama hvað er í honum… það er bara svo gaman að opna pakka 😀
P.s. held ég verði formaður fljótfærnisklúbbsins hér eftir…. ásamt Kristínu hjá Vatnsnes Yarn sem samþykkti að taka þátt í fyrsta pakkanum 😀