Vettlingapoki

3.290 kr.

Vettlingapokinn er sá fyrsti af mörgum fyrir hin ýmsu verkefni 😀
Hinn fullkomni vettlinga verkefnapoki…
Passar vel fyrir garnið í vettlingana sem þú ætlar að prjóna og þegar þér leiðist á prjóninu getur þú tekið upp nál og saumað út í pokann með öllum afklippunum af fallega garninu þínu.

Teikningin á pokanum er eftir Eddu Lilju og saumaður af Jurgita Jakubauskaite sem selur vörur sínar undir nafninu Knitterbag. Pokinn er úr vönduðu fínlegu hörefni sem hentar vel fyrir útsauminn. Annars ef þú ert bara alls ekki á þeirri hillu geturu auðvitað litað inní myndina líka með textíl tússlitum. Ég mæli sérstaklega með Posca litunum sem er svo straujað létt yfir til að liturinn festist.

Stærð pokans er
24 cm á breidd og 35 cm á hæð.

26 stk til

Vörunúmer: VP01 Flokkar: ,