Lína

800 kr.

Vettlingarnir eru prjónaðir frá úlnlið að fingurgómum. Útaukningar eru á hlið til fyrir þumallykkjur sem eru svo geymdar meðan belgurinn er kláraður. Þegar búið er svo að prjóna þumalinn eru teknar upp lykkjur úr uppfitinu til þess að fella af með snúru affellingu til að gera skemmtilegan kant (bleiki kanturinn á myndunum).

GARN:

Litir A og B: Fínerí DK50 frá Garnbúð Eddu , 2 hespur 50gr/112m (1 fyrir hvorn lit) 

Litur C: Garn (tilvalið að nota afganga) í DK grófleika í snúrukantinn sem er gerður í lokinn.

Sokkaprjónar eða 80 cm hring prjónar  (ef notuð er magic loop aðferðin) í stærð 4 mm eða prjónar sem þarf til að ná prjónfestu. 

2 prjónamerki 

 

prjónfesta

24 lykkjur í tvíbanda mynstri = 10 cm

Athugið!  Prjónastærð er valin út frá prjónfestu.  Ef fast er prjónað er mælt með prjóni nr.4,5 og ef laust er prjónað er mælt með prjóni nr.3,5 

 

Stærðir

3-5 ára/ 6-8 ára/ Lítill fullorðins / Stór fullorðins 

Vörunúmer: elguppslina Flokkar: , ,