Áskriftaklúbbur Haust 2025

Price range: 7.290 kr. through 39.897 kr.

Áskriftaklúbbur Haust 2025 – LESIST VEL

NÝUNG -> Nú getur þú tryggt þér alla 4 pakkana í einu lagi  og beðið svo bara eftir pakka í hverjum mánuði fram að jólum.

—ATH að ef þú velur fleiri en 1 pakka þarftu að velja sendingu fyrir 2, 3 eða alla pakkana ef þú vilt fá sent. (líka hægt að sækja)–

Þú getur valið um 4 litasamsetningar: Bláa, Græna, Bleika eða Jarðlita

Til að auðvelda þér valið setti ég saman myndir sem ég mun nota til innblásturs þegar ég lita garnið í pakkana.

Þú getur valið að kaupa bara 1 pakka í einu… Þá hefur þú möguleika á því að sjá hvað er í fyrsta pakkanum og ef þér finnst þetta géggjað skemmtilegt, frábært og flott getur þú pantað næsta… eða sleppt því ef þetta er ekki fyrir þig <3

Ef þú pantar alla pakkana í einu fyrir 1.september færð þú  10% afslátt. (Valmöguleikinn:  „litur“ allir)

ATH. Ef þú vilt mismunandi litaþema í hverjum mánuði skrifar þú það í athugasemdaboxið í greiðslukerfinu.

September pakkinn inniheldur nýja sokkauppskrift og garn í sokkana í þeim lit sem þú velur.

Október pakkinn inniheldur nýja húfu uppskrift ásamt garni í þeim lit sem þú velur.

Nóvember pakkinn inniheldur nýja vettlinga uppskrift ásamt garni og verkefnapoka innblásinn af þínum lit.

Desember pakkinn inniheldur garn í peysumagni og hægt verður að velja um nokkrar uppskriftir sem við ákveðum í sameiningu áður en pakkinn berst þér.

PAKKI HVERS MÁNAÐAR VERÐUR SENDUR ÚT/TILBÚINN TIL AFHENDINGAR EIGI SÍÐAR EN 5. HVERS MÁNAÐAR.

Nánar

Nánar

Þyngd Á ekki við
Vörunúmer: ELGjp Flokkar: , ,