Febrúar-Hespan
3.990 kr. – 4.490 kr.Price range: 3.990 kr. through 4.490 kr.
FEBRÚARHESPAN
Önnur litun af tólf árið 2026… allir mánuðir ársins fá sinn lit!
Ég mun lita hvern mánuð á þremur garn grunnum: Fínerí, Fínerí DK og Fiðu (Sjá innihald hér fyrir neðan).
Langar samt bara rosa mikið að bæta einum grunni við í febrúar því ég held að liturinn komi svo vel út á þeim grunni…. Merino silki fisband…. JÁ ÞAÐ MÁ BREYTA 🙂
Þú getur tryggt þér eintak hér í forsölu áður en hún fer í litun þar sem mánaðarhespurnar verða litaðar í takmörkuðu upplagi.
Í febrúar fer að birta meira til eftir mikinn drunga og myrkur … ég vil því kveðja myrkrið með þessum ó svo dramatíska lit…
Ég mun alltaf setja inn teikningu af hespu hvers mánaðar þegar forsala fer af stað svo þú hafir einhverja hugmynd um hvað þú ert að kaupa ef þú vilt vera alveg viss um að ná eintaki… eða þú getur beðið eftir myndum af hespunum tilbúnum og náð þér í eintak þá áður en þær klárast…
Febrúarhespurnar verða tilbúnar til afhendingar/sendar af stað eigi seinna en föstudaginn 6. febrúar sem er þá sami tími og ég mun birta „alvöru“ myndir af þeim…
Fínerí er undurmjúk merínó ull í fínbands (fingering) grófleika. Tilvalið í sokka, peysur, húfur, sjöl, trefla og bara allt sem þig langar að prjóna.
85% merínó ull (superwash) og 15% Nylon
Fínband 100g/400m
Fínerí DK er undurmjúk merínó ull í léttbands (Dk) grófleika. Tilvalið í sokka, peysur, húfur, sjöl, trefla og bara allt sem þig langar að prjóna.
85% merínó ull (superwash) og 15% Nylon
Léttband 100g/224m
Fiða er undursamlega mjúkt og fallega loðið. Pínu villt …Tilvalið í sjöl, peysur, vettlinga… bæði sem aukaþráður og einn og sér.
75% Brushed baby suri alpacca og 25% Mulberry Silki
Fisband (lace) 50g/300m
Merino Silki Fisband er undursamlega mjúkt og glóir eins og gull. Mikið notað sem aukaþráður líkt og mohair en líka dásamlegt eitt og sér í allt milli himins og jarðar. Ég er t.d. að nota þetta tvöfalt í ungbarnasett og held ég hafi bara ekki snert neitt dásamlegra. Géggjað í staðin fyrir mohair í peysuna Kusk til dæmis… og þá með Fínerí á móti.
75% merínó ull (sw) / 25% Mulberry silki
100g/800m
Grófleiki: fisband (lace)
Nánar
| Þyngd | Á ekki við |
|---|---|
| Garntegund |
Fínerí ,Fínerí DK ,Fiða ,Merino silki Fisband |
Aðrar vörur í sama flokki

Litla lambsullin