Nóvember pakki

12.870 kr.

Pakki nóvember mánaðar inniheldur 3 tegundir af garni. Fullkomið ef þú vilt prufa allskonar… já eða nota það allt saman.

Ég verð nýbúin að gefa út uppskrift af húfu … er að spá í að gera vettlinga í stíl sem innihalda akkúrat þessar 3 tegundir.

Myndin gefur til kynna litaþemað…

Hespurnar verða þrjár:

1 Hespa Fiða sem er blanda af dúnmjúku suri alpaca og silki, hespan er 50gr/300m og er hægt að nota á endalausa vegu, eitt og sér, með öðru eða tvöfalt.

1 Hespa Fínerí sem er blanda af 85% Merino og 15% Nylon, 100 gr/400m, fullkomið í nánast allt og hægt að nota í sokka þar sem það er nylon styrking.

1 Hespa Fínerí DK sem er sama blanda og hitt fíneríið en bara grófara eða 100gr/225m

Nýja húfu uppskriftin mun fylgja með sem kaupauki 😀

Pakkinn verður sendur út 4.nóvember... eða þú getur valið að sækja hann á viðburð sem verður sunnudaginn 3.nóvember í Seljakirkju og verður auglýstur síðar… ég mun senda þér allar upplýsingar um það þegar nær dregur.

 

 

Vörunúmer: ELG042024 Flokkar: ,