Flótti

1.000 kr.

Peysan Flótti var sérstaklega hönnuð fyrir Pom Pom magazine. Hugmyndin kemur frá peysu sem ég prjónaði á dóttur mína þegar hún var 10 ára, úr öllum mohair “afgöngum” sem ég átti til þá. Í staðin fyrir óendanlega marga liti notaði ég 6 liti í þetta skiptið og var að vinna með fislétt og loftmikið garn, lambsull og mohair. Í peysunni eru 3 litir af lambsull og 3 litir af mohair. Lambsullin er alltaf notuð einföld (einn þráður) en mohairið er prjónað með 2 þræði saman. Auðvelt er að fara í allar áttir með garnið en mér finnst útkoman best þegar notað er mohair á móti einhverju öðru.. eða jafnvel eingöngu mohair.
Litirnir í peysuna á myndinni voru valdir með þema tímaritsins í huga sem var einhverskonar draumaveröld sem auðvelt væri að flýja í á erfiðum tímum. Gleyma stund og stað. Útgáfa var sem sagt í miðjum covid faraldrinum.

Stærðir: 1 (2, 3, 4, 5, 6, 7, 8)
Brjóst ummál peysunnar: 82 (93, 104, 115, 126, 136.5, 147.5, 158.5)cm, best er að velja stærð sem er 5-10 cm stærri en þitt eigið brjóst ummál.

Garn:
Biches & Buches Le petit lambswool (light fingering-weight; 100% Lambsull; 248m / 50g )
Garn A: light pink violet; 1 (2, 2, 2, 2, 3, 3) hespur
Garn C: very light pink; 1 (1, 1, 1, 1, 2, 2, 2) hespur
Garn E: very light green; 1 (1, 1, 2, 2, 2, 2, 2) hespur
Qing Fibre (or any other lace weight silk mohair) Kid Mohair Silk (laceweight; 70% ultra fine kid mohair, 30% silk; 420m / 50g)
Garn B: Cuttlefish; 1 (1, 2, 2, 2, 2, 2, 3) hespur
Garn D: Pixie; 1 (1, 2, 2, 2, 2, 2, 2) hespur
Garn F: Duck Egg; 1 (2, 2, 2, 2, 2, 2, 3) hespur

EÐA
Garn A: 247 (293, 314, 366, 393, 448, 508, 579)m af garni í grófleikanum light fingering (50gr/250m)
Garn B: 351 (417, 447, 530, 569, 648, 736, 845)m af garni í grófleikanum
Laceweight. (25 gr/212m)
Garn C: 153 (181, 194, 227, 243, 277, 315, 358)m af garni í grófleikanum light fingering (50gr/250m)
Garn D: 350 (415, 445, 519, 557, 635, 720, 820)m af garni í grófleikanum
Laceweight (25 gr/212m)
Garn E: 189 (224, 240, 280, 300, 342, 388, 442)m af garni í grófleikanum light fingering (50gr/250m)
Garn F: 365 (433, 464, 541, 581, 662, 752, 855)m af garni í grófleikanum
Laceweight (25 gr/212m)
ATH: Þegar prjónað er með liti A, C og E er unnið með einfaldan þráð; Þegar prjónað er með liti B, D og F er unnið með tvo þræði saman.

Prjónfesta: 24 l og 50 umf = 10 cm í stroff mynstri með 3.5mm prjóna, eftir þvott..
22 l og 22.5 umf = 10cm í Mynstri A með 5mm prjónum, eftir þvott.

Prjónar: 3.5mm hringprjónn, 80cm og sokkaprjónar (ef ekki er notuð magic loop)
5mm hringprjónn, 80cm og 40cm
Veljið alltaf prjónastærðir sem gefa rétta prjónfestu eftir þvott.

Aukahlutir: 4 prjónamerki, auka bönd eða annað slíkt til að geyma lykkjur á, 7-8 tölur (15mm þvermál ), opnanleg prjónamerki eða auka spottar til að merkja staðsetningu fyrir tölur, frágangs nál.

Vörunúmer: ELG227 Flokkar: ,