Ready set socks
4.990 kr. 2.994 kr.
Dásamleg sokkabók frá Pom Pom Magazine.
Það er fátt jafn dásamlegt og notaleg tilfinningin við að ganga í handprjónuðum sokkum. Fljótlegt og skemmtilegt í vinnslu, þægileg ferðaverkefni sem passa vel í veskið.
Í samvinnu við hæfileikaríku Rachel Coopey er Ready set socks hinn besti leiðbeinandi þegar kemur að því að læra að prjóna sokka. Þú getur verið viðbúin/nn því að verða sokkagerðarmeistari eftir nokkrar tilraunir úr bókinni og mómentið þegar þú uppgötvar töfrana við að prjóna fallegan hæl… maður minn.
Bókin inniheldur 10 uppskriftir í „fingering“ og „DK“ grófleika…. Ef það segir þér meira þá erum við að tala um c.a. 2,5mm – 3mm prjóna annars vegar og 3,5mm – 4mm prjóna hins vegar. Allt frá einföldum og fljótlegum sokkum í útprjónaða sparisokka.
Rafræn útgáfa
Bókin inniheldur kóða svo þú getur líka hlaðið bókinni niður í símann þinn eða tölvuna.
Uppselt