Skólakvöld


Er skólakvöld eitthvað fyrir þig?
Ertu að reyna að komast í gegnum uppskrift en ert alveg strand?
Þarftu aðstoð við að lykkja saman undir höndum?
Langar þig að prufa að fara eftir enskri uppskrift?
Ertu búin/nn að prjóna bol og ermar en kannt ekki að sameina?

Það eina sem þú þarft að gera er að mæta á staðinn, með verkefnið þitt og borga litlar 3000 kr. og við erum tvær þaulvanar í hekli og prjóni á staðnum þér til aðstoðar frá klukkan 19:00 til 21:00.

Í febrúar ætlum við að hafa dagskrá, hægt er að koma og fá aðstoð við ákveðið atriði hverju sinni.

Dagsetningar og aðferðir

6. febrúar: Lykkja saman undir höndum (kitchener stitch)

 

13. febrúar: Að fara eftir enskri uppskrift

20. febrúar:  Viðgerðir að öllu tagi, göt, lykkjuföll.....

27. febrúar:  Opið fyrir allt

KV. Edda og Lilja